14.04.1930
Neðri deild: 81. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 905 í C-deild Alþingistíðinda. (1565)

338. mál, gelding hesta og nauta

Ólafur Thors:

Ég ætla ekki að ráðast á hæstv. forseta fyrir tillögun hans á gangi málanna nú á þessum síðustu og verstu dögum þingsins, því að hann á það ekki skilið. En varlega skyldi hann treysta þessum hv. þm., sem þykjast ætla að verða stuttorðir um smámálin, en halda svo einar 30 ræður.

Annars kann ég vel við, að það sjáist í Þingtíðindunum, að mér stendur ekki á sama um þetta stjfrv. Það er gamalt mál, og var einu sinni kallað litla ljóta frv. Ég hefi gaman af að vera flm. fyrir hæstv. stj. í því!!