17.02.1930
Efri deild: 27. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1678 í B-deild Alþingistíðinda. (2269)

86. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Fyrir hönd n. hefi ég fátt að segja umfram það, sem í nál. segir. N. þótti rétt að taka til greina till. próf. Ólafs Lárussonar um það, að frv. verði gert nokkru fyllra hvað snertir fyrirmæli um samningu kjörskráa, um framlagningar- og kærufresti og fleira því líkt. Eins og deildin sér, eru breyt. einkum þess eðlis, að bein afleiðing má teljast af því, að kjördagur er nú fyrr en lögin gera ráð fyrir. Ætlazt er til, að kjörskrár verði samdar með öðrum hætti en venjulega, nefnilega koma í gildi 10. júní þessa árs. Aðrar breyt. snerta einkum stytting ýmsra fresta. Hefi ég svo ekki ástæðu til þess að fara fleirum orðum um þetta.

N. hefir orðið á einu máli um að leggja til, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem. um getur á þskj. 119.