04.04.1930
Neðri deild: 71. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2055 í B-deild Alþingistíðinda. (2730)

64. mál, vigt á síld

Sveinn Ólafsson:

Það er lítið um þetta mál að segja, og sennilega verður ekki lengi um það deilt. Því að það má þegar sjá í hendi sér, að hér er aðeins um að ræða að koma haganlegri skipun á þessa sölu síldar en verið hefir.

Sú litla breyt., sem n. leggur til, að gerð verði á frv. og kemur fram á þskj. 352, lýtur að sektarákvæðum. N. þótti þar óþarflega djúpt tekið árinni, því að sennilega mundi fara svo, þegar frá því yrði vikið að vega síldina, að gildar ástæður væru til og erfiðismunir miklir að fylgja fyrirmælum laga.

Brtt., sem liggur fyrir á þskj. 366, er eiginlega aðeins til skýringar óljósu orðalagi frv.

Ég ætla svo ekki að tefja tímann; ég geri ráð fyrir, að frv. ásamt brtt. geti gengið fram ágreiningslaust.