10.04.1930
Efri deild: 74. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2072 í B-deild Alþingistíðinda. (2756)

64. mál, vigt á síld

Jón Þorláksson:

Af því að hv. þm. nefndi vatnsveituna í Reykjavík, þá skal ég geta þess, að það stendur svo hnyttilega á, að sama tilhögunin hefir þótt æskileg fyrir vatnsveitu Reykjavíkur. Efsti hlutinn er fullgerður fyrir næstu stækkun vatnsveitunnar, en miðhlutinn ekki. Og það hafa ýmsir verkfræðingar vélað um þetta, en orðið sammála um það, að réttast væri að fara svona að.

Í því tilfelli, sem við vorum fyrst að ræða, var verkinu hagað svona fyrir það, að sérstakir erfiðleikar voru á því að framkvæma stækkun á efsta hlutanum, og hlaut því að vera ódýrara að taka þá erfiðleika alla í einu verki, jafnvel þótt lengi þyrfti að bíða eftir fullri þörf fyrir svo stóra leiðslu, heldur en taka þá erfiðleika tvisvar sinnum.