05.04.1930
Efri deild: 70. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2172 í B-deild Alþingistíðinda. (2892)

132. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það hefir staðið yfir um langan tíma að reyna að koma á löggjöf, sem fer í þá átt, sem frv. þetta nú stefnir að, sem sé að efla svo Fiskveiðasjóðinn, að hann geti orðið öflug lánsstofnun fyrir smábátaútveginn. Tilraunir í þá átt hafa flestar verið gerðar í Nd., en strandað þar í sambandi við atriði, sem miklar deilur hafa verið um, en það hefir sérstaklega verið viðvíkjandi sjóveðunum, og hafa orðið til að hindra það hvað eftir annað, að málið hafi náð fram að ganga á þinginu. En nú er svo komið, að fullt samkomulag hefir orðið um þetta mál í hv. Nd., svo að ég vil játa í ljós mjög eindregna von um, að nú takist að afgreiða málið. Vil ég eindregið mæla með því við hv. sjútvn., að hún afgreiði málið svo fljótt, að það nái afgreiðslu á þessu þingi. Ég geri það að till. minni, að málinu verði vísað til. sjútvn.