05.04.1930
Neðri deild: 72. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2257 í B-deild Alþingistíðinda. (2995)

369. mál, héraðsskóli

Ólafur Thors:

Auðvitað er það vitleysa, sem hv. þm. V.-Húnv. segir um samtal okkar í fyrra eftir atkvgr. um þessa símalinu. Ofurkapp þessa þm. leiðir hann afvega, svo hann vílar ekki fyrir sér að fara með ósannindi. Ég skal ekki um það segja, hvort hv. þm. greiðir atkv. eingöngu með hagsmunamálum síns héraðs. Það er bara eitt, sem ég í þeim efnum þori að fullyrða, og það er það, að hv. þm. greiðir alltaf atkv. eins og hæstv. dómsmrh. skipar honum.