14.04.1930
Neðri deild: 79. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2307 í B-deild Alþingistíðinda. (3077)

117. mál, jarðræktarlög

Forseti (BSv):

Ég skal geta þess, að ég tel ekkert til fyrirstöðu því, að brtt. hv. þm. Mýr. megi komast að. Með henni er verið að koma betra samræmi á styrkveitingar-ákvæði jarðræktarlaganna, og sýnist mér það þungamiðja till.

Þá hefir mér borizt frá hv. 2. þm. Skagf. skrifleg brtt., svo hljóðandi:

„Við 1. gr. 1. málsgr.: Fyrir orðin „sem nemi kr. 0.50“ komi : allt að kr. 0.50“.

Mun ég leita afbrigða frá þingsköpum til þess að brtt. megi taka til meðferðar.