25.01.1930
Neðri deild: 5. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1122 í B-deild Alþingistíðinda. (324)

12. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Einar Árnason):

Í aths. við frv. þetta eru teknar fram ástæðurnar fyrir því, að það er hér flutt og lagt fyrir Alþingi. Ég sé ekki þörf á að endurtaka þær við þessa umr., enda er hér aðeins um formsbreyt. að ræða á þeim lögum, sem samþ. voru á síðasta þingi um lánsheimild fyrir ríkisstj.

Eins og ég gat um í framsöguræðu minni um fjárlagafrv., þá hefir stj. tek ið bráðabirgðalán í Englandi, og geri ég ráð fyrir, að hv. fjhn., sem væntanl. fær þetta frv. til athugunar, fái að kynna sér þann samning, sem gerður hefir verið um þetta bráðabirgðalán.

Ég legg til, að frv. verði að lokinni umr. vísað til fjhn.