16.04.1930
Sameinað þing: 9. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 171 í D-deild Alþingistíðinda. (3461)

524. mál, greiðsla á enska láninu

Jón Auðunn Jónsson:

Ég vildi aðeins benda hv. þm. Mýr. á það dæmi, að hann hafi tekið veðdeildarlán með 5% vöxtum og 10% afföllum. Mundi hann, þegar hann væri búinn að borga afföllin og þótt raunverulegir vextir á 20 ára láni væru 6%, taka lán eftir 5 ár með 5½% til þess að borga upp lánið?

Ef hv. þm. skilur ekki þetta, þá ætti hann að láta vera með að segja, hvaða vaxtakjör þurfi að vera á láni til þess að rétt sé að borga það upp.