21.01.1930
Neðri deild: 1. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (642)

Úlfljótsminning

Forseti (BSv):

Þar sem þetta er fyrsta Alþingi, sem háð er á nýju þúsund ára tímabili, þá tel ég skylt að minnast þess hins mikla manns, Úlfljóts, er var stofnandi Alþingi fyrir þúsund árum, og þar með hins íslenzka ríkis.

Ég ætla eigi hér að halda neina ræðu fyrir minni þessa mikla manns. Ég veit, að hans verður vegsamlega minnzt á væntanlegri alþingishátíð vorri. En til virðingar við hann vil ég á þessum fyrsta fundi deildarinnar biðja hv. þdm. um að standa upp.

Deildarmenn tóku undir orð forseta með því að standa upp.

virðingar við hann vil ég á þe