13.03.1930
Neðri deild: 52. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 182 í B-deild Alþingistíðinda. (67)

1. mál, fjárlög 1931

Haraldur Guðmundsson:

Þar skrapp það út úr hv. þm., að H. K. L flytti boðskap jafnaðarstefnunnar og þess vegna væri hann ekki styrks verðugur. En ég vil segja hv. þm., að mér dettur ekki í hug að vera neinn andlegur forráðamaður hans, eða segja honum fyrir um, hvernig hann greiði atkv. Um það verður hann að eiga við sjálfan sig.