16.04.1930
Neðri deild: 84. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2452 í B-deild Alþingistíðinda. (676)

Afgreiðsla þingmála

Héðinn Valdimarsson:

Ég veit ekki betur en að forseti ráði algerlega yfir dagskránni, en það lítur út fyrir, að stj. semji dagskrárnar og sendi honum þær. Ég vil mótmæla þessu, því að eftir þingsköpum er það forseti, sem á að ráða dagskrá. Það er nú einu sinni svo, að hér í landi er þingræði, en ekki ætlazt til, að stj. ráði öllu.