26.02.1930
Neðri deild: 37. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2455 í B-deild Alþingistíðinda. (692)

Þingvíti

Forseti (BSv):

Eins og málið lá fyrir í gær, var það skylda mín að lýsa þá alla í þingviti, er ollu því, að eigi mátti þingfund heyja og eigi höfðu forföll boðað. — Hér horfir nokkuð annan veg við en þá er einn eða annan hv. þm. vantar á fund, skemmri eða lengri tíma, og er ekki títt að sakast um slíkt, þótt engi skýrsla né skilaboð liggi fyrir.

En þegar hv. þm. hverfa svo hópum saman af þingi heilan dag, að eigi má heyja þing, án þess að forseti viti nokkur deili á, þá er öðru máli að gegna.

Nú — eftir á, þegar kunnugt er orðið, að heil nefnd hefir tafizt langt frá Reykjavík fram yfir það, er hún ætlaði, þá er sjálfsagt að taka slík forföll til greina, og virðist þá öll misklíð um þetta atriði mega niður falla, og er svo frá minni hálfu, sem samkv. þingsköpum bar skylda til um að vanda.