26.02.1930
Neðri deild: 37. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2459 í B-deild Alþingistíðinda. (711)

Þingvíti

Sigurður Eggerz:

Ég veit ekki, hvernig maður á betur að sleppa heilskinna en með því að hafa lög að mæla, og ég skammast mín ekkert fyrir að sleppa heilskinna úr þessu máli. Hv. fjvn. hefir nú sýnt, að hún hafði forföll, og hæstv. forseti hefir tekið þau til greina og leyst hv. n. úr þingvítum. Hvorki ég né hæstv. forseti hefir kastað steinum að þessum hv. þm., og þessi úlfaþytur er því alveg óþarfur.