04.03.1931
Neðri deild: 15. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 312 í C-deild Alþingistíðinda. (1141)

8. mál, vitagjald

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Ég skil ekki vel, hvað um er deilt, né heldur hvers vegna hv. þm. Borgf. er svona óánægður. — Ég vil undirstrika það, sem ég sagði aðan, að meiri hl. mþn. í tolla- og skattamálum, sem afgreiddi málið til stj., ætlaði engu að breyta í frv. öðru en því, sem ég hefi þegar tekið fram. „Gjald til vita“ og „vitagjald“ þýðir vitanlega alveg hið sama. Aðeins hefir verið bætt við, að gjaldið skuli líka ganga til sjómerkja og til mælinga á siglingaleiðum.