21.03.1931
Efri deild: 30. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í B-deild Alþingistíðinda. (12)

7. mál, aukatekjur ríkissjóðs

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frv. þetta er komið frá hv. Nd. og var samþ. þar eins og það var lagt fram af stj. Breytingin, sem í því felst frá gildandi lögum, er sú, að gengisviðaukinn, sem reiknaður hefir verið af þessum hluta ríkissjóðsteknanna, er lögfestur. Frv. er komið frá mþn. í tolla- og skattamálum og borið fram af hæstv. stj. N. hefir nú athugað það, og meiri hl. hennar hefir lagt til, að það verði samþ. óbreytt. Einn nm. er ekki samþykkur frv., en kvaðst þó ekki mundu koma með sérstakt nál.

Sé ég svo ekki ástæðu til að fara um frv. fleiri orðum, því að hv. þdm. mun ljóst, hvað í því felst.