13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1071 í C-deild Alþingistíðinda. (1317)

177. mál, andleg verk

Magnús Jónsson:

Mér þykir ákaflega merkilegt, að svona stórt mál, sem einmitt þyrfti að ræða við 1. umr., stefnu þess og tilgang, skuli koma án þess að mælt sé fyrir því einu orði. Ég býst ekki við, að mikill ágreiningur verði um einstakar greinar frv., en um hitt verður vafalaust mikill ágreiningur, hvort málið í heild sinni er heppilegt eða ekki. En ég kann illa við að ræða um málið, fyrst ekki er leigð svo mikil rækt við það, að nokkur vilji tala fyrir því.

Ég skal ekki með mínu atkv. koma í veg fyrir, að það komist til nefndar, þar sem það væntanlega sofnar við nákvæma athugun.