28.02.1931
Neðri deild: 12. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 735 í C-deild Alþingistíðinda. (1489)

54. mál, ábúðarlög

Magnús Guðmundsson:

Ég hefi litlu að svara hv. flm., því að ræða hans gekk minnst út á að svara því, sem ég sagði. En mér finnst satt að segja þeir þmþ., sem áttu sæti í mþn., hafi verið helzt til afskiftalitlir um þetta barn sitt og fyrirhyggjulitlir, er þeir fóru að vekja það til lífsins aftur. „Það er hægt að breyta frv. í meðferð þingsins“, segja þeir. En ég efast um, að þingnefndir hafi tíma til, að leggja sig svo fram við þetta mál, að það verði afgr. á þessu þingi, eins mikill ágreiningur og er um mörg ákvæði þessa frv. Það, sem ég áfellist stjórnina fyrir, er, að hún skuli ekki hafa fengið frv. öðrum í hendur til endurskoðunar, því að ég ætlast ekki til, að þeir sömu menn, sem þetta frv. hafa samið, fari að búa til annað frv. meira eða minna frábrugðið þessu; ég geri ráð fyrir, að þetta sé þeirra eigin sannfæring, sem þeir hafa sett hér á pappírinn.

Ég er sammála hv. flm. um nauðsyn á nýrri ábúðarlöggjöf, — sú nauðsyn var viðurkennd a. m. k. fyrir 20 árum. En það dugir ekki að leggja sama frv. fyrir þingið ár eftir ár og skipta sér ekki af því meir. Úr því verður engin ábúðar löggjöf.

44. gr. frv. kemur mér ákaflega undar lega fyrir sjónir. Það er gert að broti, sem varði missi leiguréttar, ef ábúandi vill ekki kaupa jörðina með fasteigna matsverði, 5 ára greiðslufresti og banka vöxtum, 8% býst ég við. Ég er sannfærður um, að ef þetta ákvæði frv. gengi í gegn, mundi hver einasti jarðeigandi vilja nota sér það, og yrði þá nokkuð ónæðissamt fyrir leiguliða. Það er ekkert vit að telja það brot á ábúðarrétti, þó að leiguliði geti ekki eða vilji ekki kaupa jörðina. Ef fasteignamat hækkar mjög nú, eins og sagt er, og fer svo hátt, að það sé nær því, sem jarðir ganga nú kaupum og sölum, sjá menn, að hér er ekki vel tryggður réttur leiguliða. Ég tek undir það með hv. þm. Dal., að í frv. er yfir leitt miklu betur séð fyrir rétti leiguliða en eiganda, en í þessu atriði keyrir aftur um þverbak á hina hliðina.