28.02.1931
Neðri deild: 12. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 744 í C-deild Alþingistíðinda. (1493)

54. mál, ábúðarlög

Lárus Helgason:

Það eru nú orðnar alllangar umr. um þetta mál, og skal ég ekki lengja þær mikið. En mér finnst mjög einkennileg framkoma þeirra hv. þm., sem hafa verið að ámæla hæstv. landsstj. fyrir það, að hún hafi ekki flutt frv. þetta sjálf. Ég veit satt að segja ekki, hvað þessir hv. þm. meina. Hæstv. stj. hefir gert það, sem henni bar, hún hefir skipað mþn. í málið. Og tveir nm. eru hér á Alþingi, og eru þeir flm. frv. Málinu er auðvitað ekkert betur borgið, þótt hæstv. stj. flytti það, heldur en nm. sjálfir. Stj frv. hafa oft verið felld eða orðið óútrædd.

Hv. 1. þm. Skagf. vildi áfella hæstv. stj. fyrir það, að hafa ekki skipað nýja n. En það væri ekki eðlilegt, þar sem mál ið hefir ekki enn komizt úr n. hér í þinginu.

Það er ekkert óeðlilegt, þótt slíku máli sem þessu verði ekki lokið á 1–2 þingum. Slíkt hefir komið fyrir oft áður. T. d. var núgildandi ábúðarlöggjöf áratugi í smíðum.

Það er rétt athugað hjá hv. 1. þm. Skagf., að landbn. hefir of lítinn tíma til þess að afgreiða þetta mál nema hún samþ. það að mestu. En þrátt fyrir það mun hún alls ekki láta frv. fara óbreytt út í deildina. Hún er nú nær því að af greiða málið en t. d. í fyrra.

Ég vil að lokum endurtaka það, sem ég sagði í upphafi máls míns, að ég tel það rangt að ámæla hæstv. stj. fyrir það, að flytja ekki frv. Þeir þm., sem sömdu það, máttu að sjálfsögðu flytja það óátalið.

Annars finnst mér óþarfi að fjölyrða meir um málið, þar sem nógur tími ætti að gefast til þess síðar, eftir að landbn. hefir afgr. það til deildarinnar.