13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1111 í C-deild Alþingistíðinda. (1527)

194. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Frsm. meiri hl. (Héðinn Valdimarsson):

Ég skal ekki deila um það við hæstv. forsrh., að hve miklu leyti framsóknarþm. eru kosnir með atkv. jafnaðarmanna. En mér þykir gott að fá yfirlýsing hæstv. ráðh. um þetta, því samkv. henni getur það ekki stafað af öðru en vantrausti á núv. stj., ef þm. Framsóknar falla í vor.