13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1115 í C-deild Alþingistíðinda. (1538)

194. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Sigurður Eggerz:

Ég vil leyfa mér að mótmæla því, að rétt sé hjá hæstv. forsrh., að ekki megi bera fram vantraust á stjórn, ef ekki er búið að tryggja stjórnarmyndun áður. Hér hefir hvað eftir annað verið borið fram vantraust, stjórnin felld og langan tíma tekið að mynda nýja stjórn. Í Frakklandi kemur það oft fyrir, að stjórnir eru felldar, þó að enginn hafi grun um, hvað við taki. Þess vegna er það skylda þm. að greiða atkv. á móti þessari stórhættulegu stjórn alveg án tillits til þess, hvernig stjórninni yrði fyrir komið á eftir.