31.03.1931
Efri deild: 38. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1331 í C-deild Alþingistíðinda. (1839)

295. mál, tannlækningar

Halldór Steinsson:

Ég veit ekki nema það geti verið dálítið athugaverð braut, sem hér á að ganga inn á, sem sé að veita undanþágu frá lögum um tannlækningar. Það er ekki heldur nein veruleg ástæða til að veita þessar undantekningar, því að hér á landi eru tannlæknar margir. Ég hefi ekki heldur heyrt kvartað undan, að ekka væri á þeim, þó að þeir séu flestir búsettir í Reykjavík, því að þeir fara einatt lækningaferðir út um land. mér getur ekki heldur fundizt rétt, að verið sé að draga úr þeirri séþekkingu, sem krefjast verður af þeim, sem við tannlækningar fast. Það getur líka oft verið svo, að það sé alls ekki á færi þeirra, sem ekki eru læknislærðir, að dæma um, hvort setja skuli í menn gervitennur eða nýja tanngarða. Menn geta haft ýmsa sjúkdóma í munni og koki, sem gera það að verkum, að ekki er ráðlegt að setja nýja tanngarða í slíkum tilfellum. Ég þekki slíks dæmi, en um slíkt geta ólærðir menn ekki dæmt.

Hv. flm. sagði, að í öðrum löndum væri það alltítt, að svona mönnum væru leyfðar tannlækningar, en eftir því sem ég bezt veit, þá er þetta alls ekki títt. Það getur verið, að það sé á einstöku stað í Danmörku, en það er ekki í öðrum löndum.

Yfirleitt finnst mér rétt að heimta fullkomna sérþekkingu á þessu sviði sem öðrum, og þess vegna get ég ekki fallizt á þessa breytingu. Annars geri ég ráð fyrir, að nefnd sú, sem þetta mál fær til meðferðar, leiti álits sérfróðra manna um frv. áður en hún afgr. það.