14.03.1931
Neðri deild: 24. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í C-deild Alþingistíðinda. (259)

111. mál, opinber vinna

Ólafur Thors [óyfirl.j:

Ég ætla raunar ekki að gera aths. við ræðu hv. þdm. Ísaf., ég kann þann kafla, að það er ekki Alþýðuflokkurinn, heldur sjálfstæðismenn, sem styðja stj. Þetta er vitanlega svo mikil bábilja, að sæmilega vitiborinn maður ætti ekki að láta slíkt út úr sér. Ef þessi hv. þm. álítur stj. svo slæma að hún píni almenning, því er hann þá að styðja hana? ég efast ekki um, að hann skilur, að honum og hans flokki er fyrir beztu, að sjálfstæðismenn sitji að völdum. En hinu vil ég bæta við, að ég tel, að aðstaða þessa hv. þm. markist af persónulegum ástæðum. Hv. þm. sagði, að Alþýðuflokkurinn hefði aldrei stutt stj. ég man ekki, hvernig orðalag var á yfirlýsingunni, sem sambandsþing Alþýðuflokksins samdi um það, að ástæður, sem áður voru fyrir hlutleysi gagnvart stj., væru ekki lengur fyrir hendi. En hvað felst í þessari yfirlýsingu? Ekki annað en það, að flokkurinn sé kominn í beina andstöðu við stjórnina.