26.02.1931
Efri deild: 10. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í D-deild Alþingistíðinda. (555)

30. mál, dýrtíðaruppbót

Fjmrh. (Einar Árnason):

Efni þessarar till. er svo kunnugt öllum hv. þdm., að skýringa er ekki þörf. Undanfarin tvo þing hefir verið samþ. samskonar till., og í fyrra var slík till. samþ. nær einróma í báðum deildum þingsins og án þess, að nefnd væri látin athuga hana. Ég tel sömu eða svipaðar ástæður mæla með samþykkt þessarar till. sem undanfarin ár, og sé ég því engar frekari ástæður til þess að fylgja henni úr garði með fleiri orðum að þessu sinni.

Ég geri ekki till. um það, hvort vísa skuli þessu máli til n., en ef fram kæmi till um það, þá mun ég ekki mæla því í gegn.