27.03.1931
Efri deild: 35. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í D-deild Alþingistíðinda. (623)

229. mál, leyfi til að reka útvarpsstöð

Flm. (Pétur Magnússon):

Ég ætla ekki að tefja fundinn með framsöguræðu, en vil geta þess, að ég tel sjálfsagt, að málinu verði vísað til nefndar til rannsóknar. Ég hefi hér hjá mér mikil plögg viðvíkjandi málinu, og verður hægara að ræða málið, er nefndin er búin að kynna sér þau og tala við landssímastjóra eða símaverkfræðing um hina teknisku hlið málsins.

Ég hygg, að grg. þáltill. þessarar sannfæri menn um, að vert sé að athuga málið. Vænti ég þess, að því verði að lokinni umr. vísað til allshn.