18.02.1931
Neðri deild: 3. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 480 í C-deild Alþingistíðinda. (894)

26. mál, embættiskostnaður sóknarpresta og aukaverk

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Þetta frv. er ef til vill enn meiri nýjung en frv., sem næst var á dagskrá á undan því og fjallaði um bókasöfn prestakalla. þykir mér einnig sennilegt, að það muni ef til vill þykja athugavert eins og það er lagt fyrir. Í sem stytztu máli sagt er hér um launahækkun handa prestum að ræða. Sjálfir kalla þeir það embættiskostnað, og því verður ekki í móti mælt, að þeir færa sterk rök fyrir — sínum málstað, enda býst ég ekki við, að deilt verði um það, að prestunum sé full þörf á launahækkun. Hitt getur frekar orðið deiluefni, hvort landið sé fært um að verða við kröfum þeirra.

Ég sé ekki ástæðu til að fara um frv. fleiri orðum, en vildi leggja til, að því yrði vísað til fjhn., að lokinni umr.