27.03.1931
Efri deild: 35. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 578 í C-deild Alþingistíðinda. (996)

17. mál, brúargerðir

Jón Þorláksson:

Ég álit miður farið, að þær brýr, sem ég og fleiri drápu á við 2. umr., skuli ekki hafa verið teknar upp í brúarlögin. Ég hefi þó hætt við að koma fram með brtt., er ég frétti hjá n., að timburbrú væri á Grjóta nú og mundi koma á Andakílsá í náinni framtíð. Um brúna á Hvítá hjá Hvítárvatni gat ég búizt við að yrði ágreiningur og vil því ekki halda því máli til streitu.