28.07.1931
Neðri deild: 14. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í B-deild Alþingistíðinda. (106)

1. mál, fjárlög 1932

Frsm. (Hannes Jónsson):

Ég vil benda á það hvað snertir tvo liði á þessu þskj. (IX.l.a.3–4), að stj. hefir tekið upp í frv. 20 þús. kr. veitingu til bryggjugerða, og leggur n. til, að þessum 20 þús. kr. verði varið til bryggjugerða einmitt á þessum stöðum, Hvammstanga og Hnífsdal. Virðist því ekki ástæða til að fara að bera þessar till. upp, og vildi ég skora á hv. flm. að taka þær aftur.