20.08.1931
Efri deild: 34. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 132 í D-deild Alþingistíðinda. (1299)

324. mál, Hafnarfjarðarvegur

Flm. (Bjarni Snæbjörnsson) [óyfirl.]:

Ég þarf ekki öðru að bæta við það, sem ég sagði í fyrri ræðu minni, en að því fer fjarri, að ég hafi neitt á móti því, að niðurlagsorð till, séu felld niður. Eins og ég tók fram í ræðu minni, ætlast ég til þess, að þessi rannsókn verði framkvæmd svo fljótt sem unnt er, svo að hægt yrði að byrja á þessu verki í atvinnubótaskyni strax í haust, en það ætti að geta orðið samkv. þeim ummælum hæstv. forsrh., sem ég vitnaði til, þar sem hann sagði, að til mála gæti komið, að einhverju yrði varið til þessa verks af því fé, sem samþ. var hér í gær að verja til atvinnubóta. Ég hefi sem sagt ekkert á móti því, að niðurlagsorð till.: „og leggja fyrir næsta þing“, verði felld í burt, ef hv. 2. landsk. kemur með brtt. í þá átt, svo framarlega sem það yrði ekki til að tefja framgang málsins, en ég hefði kosið, að síðari umr. um það færi ekki fram síðar en á laugardag.