21.08.1931
Efri deild: 35. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1021 í B-deild Alþingistíðinda. (1360)

113. mál, verkamannabústaðir

Jón Baldvinsson:

Það er rétt hjá hv. frsm., að í 2. gr. eru ákvæði, sem eru samrýmanleg ríkisveðbankalögunum, þannig að lánað sé út á húseignirnar í tvennu lagi, 60% út á 1. veðrétt og 25% út á annan veðrétt. En ég er þó sammála hv. 4. landsk. um það, að sérstaka löggjöf þurfi að setja, þar sem allir byggingarsjóðir séu settir í eitt, og selji þeir bréf sín á sama hátt og veðdeildir gera.