22.08.1931
Sameinað þing: 6. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 168 í D-deild Alþingistíðinda. (1438)

14. mál, dýrtíðaruppbót

Jakob Möller:

Ég hefi engan heyrt halda því fram, hvorki þm. né ráðh., að fjárl. beri að skoða svo, að stj. sé ekki heimilt að greiða þær greiðslur fjárl., sem veittar eru til gjalda. Fæ ég ekki skilið, á hverju hæstv. fjmrh. byggir það, að stj. sé ekki heimilt að greiða þessar upphæðir. Hinsvegar er ekki hægt að halda því fram, að stj. sé þetta skylt, enda er í þáltill. ekki farið fram á annað en heimild, sem áður er til í fjárl. Það skiptir ekki máli, þó að sérstök lög ákveði vissa upphæð, því að með fjárlagaákvæði er hægt að hækka upphæðina án þess að breyta lögunum. Um þetta verður ekki deilt. Er ekki vafi á því, að þessi heimild er óþörf, og till. er líka óþörf, ef stj. vill ekki gera þetta, því að hún felur aðeins í sér heimild, og stj. er ekki skyldug til þess að heldur.

Geri ég ráð fyrir, að einstakir menn, sem hafa ákveðna upphæð með dýrtíðaruppbót í fjárl., fengju sér hana dæmda, ef til kæmi, en ég er ekki viss um, að þeir embættismenn, sem teknir eru í flokkum inn í fjárl., fengju sér dæmda upphæðina að fullu. En málið hefir nú breytzt á þá leið, að stj. leitar heimildar til þess að láta vera að greiða þessar upphæðir.