15.08.1931
Neðri deild: 30. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1137 í B-deild Alþingistíðinda. (1565)

62. mál, útsvör

Frsm. (Einar Arnórsson):

Allshn. hefir tekið mál þetta til meðferðar af nýju, og virtist henni þá koma í ljós, að ákvæði 1. gr., eins og þau eru nú orðin eftir meðferð málsins í hv. Ed., gætu ekki samrýmzt 30. gr. útsvarslaganna. Hér er það ákveðið í frv., að gjaldþegn skuli greiða ½% rentur af útsvari sínu fyrstu tvo mánuði frá gjalddaga, en í upphafi 30. gr. útsvarsl. — en upphafið er látið haldast óbreytt í frv. — er óbeinlínis sagt, að gjaldþegn skuli sleppa við dráttarvexti, ef hann greiðir útsvar sitt áður en tveir mánuðir eru liðnir frá gjalddaga. Þessi ákvæði rekast því á, og n. hefir lagt til, að breyt. Ed. verði niður felld og frv. sett í sama far og það var, þegar þessi deild skilaði því, þ. e. a. s., að í stað „½%“ í 30. gr. útsvarslaganna komi: 1%.