06.08.1931
Neðri deild: 22. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 313 í B-deild Alþingistíðinda. (178)

1. mál, fjárlög 1932

Sveinbjörn Högnason:

Ég ætla að svara hv. þm. Borgf. nokkrum orðum. Honum leizt illa á brtt. mínar. — Ég sagði ekki í ræðu minni, að þessir liðir, sem við ræddum um, væru samsvarandi, heldur, að samskonar nauðsyn væri á að framkvæma þá. Þá taldi hann, að ég myndi vilja setja þessi ákvæði við umrædda liði, af því að þeir snertu ekki framkvæmdir í mínu kjördæmi, en ég verð að segja það, að ég get ekki hugsað mér, hvar væri meiri þörf á lendingarbótum en í Rangárvallasýslu. En mér finnst það bera vott um, að fjvn. hafi ekki borið sem beztan hug til till. um brúna á Þverá, ef ekki er óhætt að bæta sama ákvæði aftan við fjárveitingar til vita, lendingarbóta o. þ. h.

Ég ætla ekki að svara hv. 4. þm. Reykv. mörgum orðum, Ef hann hefir talað svo oft og mikið, að sálin hafi skroppið út um munninn á honum, þykir mér ekki sæmandi að eiga nokkuð að ráði orðstað við sálarlausan mann.