17.07.1931
Neðri deild: 3. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 29 í B-deild Alþingistíðinda. (2)

1. mál, fjárlög 1932

Forsrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég tel ástæðulaust að flytja nýtt yfirlit um fjárhagsástandið að þessu sinni, þar sem svo skammt er síðan fyrrv. fjmrh. gaf ýtarlega og glögga skýrslu um það. Virðist nægilegt að gefa hv. fjvn. skýrslu um þær breyt., sem síðan hafa á orðið. Frv. er í öllum aðalatriðum eins og það var lagt fyrir síðasta þing, en þó með þeim breyt., sem meiri hl. fjvn. lagði til, að gerðar yrðu.

Hingað til hefir verið venja að fresta 1. umr. fjárlaganna og hafa eldhúsdag við framhald hennar. Þó hefir verið brugðið út af þeirri venju, og álít ég, að gjarnan mætti gera það nú. Þó mun ég enga sérstaka áherzlu leggja á þetta, ef stjórnarandstæðingar óska eftir að fá tækifæri til að koma aðfinnslum sínum að við framhald 1. umr.

Legg ég til, að frv. verði að vanda vísað til fjvn.