14.08.1931
Neðri deild: 29. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1325 í B-deild Alþingistíðinda. (2599)

Afgreiðsla þingmála

Halldór Stefánsson:

Ég tók eftir því, að hæstv. forseti sagðist hafa skilið svo einhvern hl. n., að hann mundi leggja með þessu máli. Ég veit ekki til, að komið hafi nein opinber ummæli, a. m. k. ekki í d., um það, en hinsvegar get ég ekki vitað, hvað hæstv. forseti hefir skilizt af viðtali við einstaka menn. En hvað því líður að afgr. málið, þá getur verið, að n. vinnist tími til þess. Það hafa komið fyrir n. 20–30 mál, og því er eðlilegt, að ekki séu öll málin afgr. frá n., enda hygg ég, að engin n. hafi haft fleiri mál til meðferðar.