19.08.1931
Efri deild: 33. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 583 í B-deild Alþingistíðinda. (284)

1. mál, fjárlög 1932

Bjarni Snæbjörnsson:

Mér finnst það liggja í hlutarins eðli, að till. eigi að bera upp í tvennu lagi, því að vel getur verið, að sumir hv. þdm. vilji samþ. orðalagið, en fella upphæðina. Ég vil ennfremur benda á það, að ef þetta er ekki gert og till. er samþ. eins og hún liggur fyrir, þá brjótum við lög á háskólanum, því að það er beint tekið fram, að 1000 kr. skuli varið til kennslu í lagalæknisfræði. Ég vildi því eindregið mælast til, að þetta verði borið upp í tvennu lagi.