19.08.1931
Neðri deild: 33. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 839 í B-deild Alþingistíðinda. (574)

12. mál, ríkisbókhald og endurskoðun

Magnús Guðmundsson:

Hæstv. forseti segist hafa tekið málið á dagskrá samkv. ósk, en þá vildi ég spyrja, frá hverjum sú ósk hefði komið. Mér finnst það harla undarlegt, ef hv. form. fjhn. (HStef), hefir gefið leyfi til þessarar aðferðar, vitandi það, að n. hefir ekki haft málið til athugunar, og þá fæ ég ekki skilið, til hvers n. hefir átt að fá það í sínar hendur. Ég tala vitanlega ekki um slíkt, ef n. hefði haft málið lengi til athugunar og trassað að afgr. það, því að þá hefði ekkert verið við þessu að segja. En þessu háttalagi vil ég mótmæla með öllu, einkanlega þar sem ég fæ ekki séð, að það velti á nokkru, hvort málið fær afgreiðslu á þessu þingi eða hinu næsta.