21.07.1931
Efri deild: 6. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 866 í B-deild Alþingistíðinda. (688)

16. mál, atvinna við siglingar

Flm. (Jón Baldvinsson):

Þetta frv. var borið fram í Nd. síðasta vetur, en var ekki afgr. þar frekar en önnur mál. Aðalbreytingin, sem frv. fer fram á, er sú, að framvegis verði ekki gefnir vitnisburðir í sjóferðabækur. Það hefir verið skylda hingað til, en þótt gefast illa, enda hafa siglingaþjóðir fellt það niður, og í Englandi hefir það aldrei verið í lögum. Bæði skipstjórar þeir og sjómenn, sem ég hefi haft tal af, hafa verið sammála um það, að þetta eigi að hverfa úr lögum.

Frv. er borið fram eftir eindreginni ósk Sjómannafélags Reykjavíkur.

Af því þetta er svo einfalt mál, ætla ég ekki að fjölyrða meira um það, en vil aðeins leggja til, að því verði að lokinni umr: vísað til sjútvn.