03.08.1931
Efri deild: 19. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 938 í B-deild Alþingistíðinda. (940)

25. mál, lendingarbætur á Eyrarbakka

Jón Þorláksson:

Mér dettur ekki í hug að skoða það sem mitt meðfæri að skera úr deilu svo góðra lögfræðinga, sem hér hafa átzt við. En ég skil ákvæðið þannig að eigendur aflans hljóti að vera ábyrgir fyrir gjaldinu. Nú getur afli að vísu verið eign annara en skipeiganda, en oftast munu eigendur afla og skips vera þeir sömu að einhverju leyti, og þýðir þá lögtaksrétturinn það, að unnt er að ganga að skipinu eins og öðrum eignum hins gjaldskylda.