17.08.1931
Neðri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 948 í B-deild Alþingistíðinda. (957)

25. mál, lendingarbætur á Eyrarbakka

Einar Arnórsson:

Aths. skal vera mjög stutt. Það er misskilningur hjá hv. 1. þm. Árn., að það sé samskonar ákvæði í vegalögunum. Það stendur í 24. gr., að hver landeigandi sé skyldugur að láta land undir veg, og bætur skuli því aðeins greiddar, að þeirra sé krafizt. Þetta er nú að vísu alveg óþarft, því bætur eru aldrei greiddar nema menn krefjist þeirra. En ákvæði þessa frv. ganga lengra, og eftir því sem hv. 1. þm. Árn hefir upplýst, er samskonar ákvæði að vísu í Þorlákshafnarlögunum. En ekki sýnist það vera fyrirmyndarvert.