24.02.1932
Neðri deild: 9. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1378 í B-deild Alþingistíðinda. (1073)

33. mál, ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli Íslands

Lárus Helgason:

Ég vil beina til hv. n., sem málið fær, að athuga vel, hvort verða muni til nokkurra bóta, að stúlkur þær, sem gefa sig til að nema þessi fræði, þurfi til þess heilt ár, í stað 9 mánaða eins og tíðkazt hefir.

Svo getur víða staðið á, að stúlka eigi hægt um vik að vera að heiman í nokkra mánuði, en alls ekki árlangt. Af þessu er hugsanlegur sá möguleiki, að lélegar stúlkur veljist til starfsins, sem minna gerir heimilum til, þó að í burtu séu árlangt. Eins og fólksekla er nú í sveitum, mega heimilin ekki við, að góðar slíkur séu að heiman yfir aðalbjargræðistómann.

Frá mínu sjónarmiði séð held ég, að varhugavert sé að binda námið við eitt ár, og mun því leggja til að hafa það eins og verið hefir hingað til. Ég hefi heldur ekki orðið annars var en að störf ljósmæðra hafi yfirleitt farið sæmilega, þó að námstími þeirra hafi ekki verið nema 9 mánuðir. Annars skildist mér af ræðu hv. flm., að lenging námstímans væri ekki síður gerð fyrir spítalann og þann hagnað, sem hann hefir af því, en að ljósmæðurnar lærðu ekki á 9 mánuðum það, sem þær þurfa að læra í þessum fræðum.