22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2388 í B-deild Alþingistíðinda. (11443)

Afgreiðsla þingmála

Pétur Ottesen:

Ég ætla að leyfa mér að grennslast eftir því, hvað hæstv. forseta hefir orðið ágengt um það að fá hv. samgmn. til að skila nál. um frv. til l. um breyt. á vegalögunum. Það er nú orðið langt um liðið síðan ég bað hæstv. forseta að herða á afgreiðslu þessa máls. Að frv. standa margir af hv. þdm., og er mjög mikil nauðsyn á, að það fái afgreiðslu.