22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2389 í B-deild Alþingistíðinda. (11447)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (JörB):

Ég lasta það í sjálfu sér ekki, þótt hv. þm. geri fyrirspurnir og beini áskorunum til forseta um að greiða, að því leyti sem hann getur, fyrir störfum þingsins. Slíkt má gjarnan koma fram hér í heyranda hljóði. Ég hefi reynt að gera dagskrána þannig úr garði, að hún út af fyrir sig væri næg bending til hv. þdm. um, að margt liggi af málum óútræddum og að ástæða væri til að hraða störfunum og sýna þeim alúð. En eins og hv. þdm. vita, þá stendur það ekki nema að litlu leyti í mínu valdi að greiða fyrir afgreiðslu málanna. Ég hygg, að ég hafi reynt að halda fundi eftir því, sem tækifæri var til, og tekið málin fyrir nokkurnveginn eftir því, sem þau hafa verið tilbúin til þess að takast til meðferðar. En það er alveg rétt hjá hv. þdm., að á ýmsum málum, sem komu fram snemma á þinginu og legið hafa hjá n., bólar ekki enn. En ár eiga þm. hlut að máli, og ég vænti, að þeir greiði fyrir þeirri starfsemi sem mest má verða.

Svo að ég snúi mér að einstökum atriðum, sem hér hafa komið fram, skal ég svara því, sem hv. þm. Borgf. gerði fyrirspurn um, að langt væri liðið síðan frv. um breyt. á vegal. fór til n. Ég átti tal við menn úr samgmn. um að hraða afgreiðslu þessa máls, því að eins og hv. þm. drap á, þá eiga hér margir hlut að máli og vilja gjarnan fá málið afgr. Vil ég því ítreka þá ósk til samgmn., að hún hraði afgreiðslu þessa máls.

Ég get því miður ekki gefið upplýsingar um það, sem hv. 4. þm. Reykv. spurði um, en ég skal fljótt kynna mér það. Hið sama get ég sagt um afgreiðslu þess máls, er hv. þm. G.-K. gerði fyrirspurn um — breyt. á fátækral. En eins og hann gat um, er þar um merkilegt mál að ræða, sem vert er, að þingið sinni og afgreiði.

Þá kom ósk frá hv. þm. Mýr., um að breyt. á jarðræktarl. yrðu teknar sem fyrst á dagskrá og einnig frv. um ölgerð og sölumeðferð öls til framhaldsumr. Ég hygg, að frv. um breyt. á jarðræktarl. hafi ekki orðið neitt útundan. í dag munu vera á dagskrá mál til 1. umr., sem eru jafnvel eldri en þetta frv. Það hefir nú ekki gengið betur en raun ber vitni um að afgr. málin, og stendur það ekki nema að litlu leyti í mínu valdi, hvernig það gengur. Hvað snertir ölfrv., þá lék mér satt að segja hugur á að koma þeim málum áfram, sem minni umr. yrðu um, því að með því máli sýndist mér vera stofnað til allmikilla umr. í d. Vildi ég fresta þeim um stund. En ég hafði þó ekki hugsað mér að stinga því svo undir stól, að það kæmi ekki á dagskrá þegar um hægðist. Annars vil ég beina þeirri ósk til n. yfirleitt, að þær hraði störfum sínum sem frekast er unnt. Og í þessu sambandi vil ég beina því til form. landbn., hv. þm. Mýr., að sú n. fari að láta sjást eitthvað af þeim málum, sem vísað var til hennar snemma á þinginu og enn bólar ekkert á.