04.06.1932
Sameinað þing: 12. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2429 í B-deild Alþingistíðinda. (11503)

Stjórnarskipti

Jakob Möller [óyfirl.]:

af því að hv. 5. landsk., fyrrv. dómsmrh., talaði um, að það hefði verið sín regla að láta lögin ná jafnt til allra, vil ég minna á það, að við áttum um þetta orðaskipti í Ed. í sumar út af kæru vegna afbrots, sem ég vissi, að hann þaggaði niður. Svaraði hann fyrirspurn minni út af þessu svo, að einhverjir menn hefðu sagt sér, að ástæðulaust væri að höfða málið, og því hefði hann látið það niður falla.