04.06.1932
Sameinað þing: 12. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2448 í B-deild Alþingistíðinda. (11522)

Stjórnarskipti

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Um leið og ég vil pakka hinni fráfarandi ríkisgjaldan. fyrir hennar störf, þá vil ég víkja fáeinum orðum til hv. 1. landsk. Eins og kunnugt er, var tilgangurinn með einkasölu á viðtækjum aðallega tvennskonar. Annar sá, að tryggja það, að aðeins fáar og góðar tegundir útvarpstækja yrðu fluttar inn í landið, og hinn sá, að tryggja útvarpinu sjálfu nauðsynlegar tekjur. Þetta hefir tekizt, hið síðara með því að auka heildsöluálagningu án þess þó, að tækin hafi orðið dýrari í smásölu heldur en þau voru áður en einkasalan komst á. Ég skal ekki fullyrða, að ekki kunni að hafa orðið einhver mistök en í heildinni þykist ég geta fullyrt, að verzlun þessi takist vel.

Hvað útvarpið sjálft snertir vil ég geta þess, að fráfarandi stj. hafði þegar tekið til yfirvegunar í samráði við útvarpsstjóra og útvarpsráð, hversu hægt mundi að spara á rekstri útvarpsins meira en er. Núv. stj. mun halda áfram þeim athugunum.

Ég hafði hugsað mér, að þessi n. yrði látin starfa milli þinga. Þá hugmynd miðaði ég þó við venjuleg þinglok og eins hitt, að flokksstjórn mundi sitja að völdum við þingslitin. Nú hafa þinglok orðið með venjulegum hætti, en stjórnin hefir breytzt, eins og kunnugt er, í samsteypustjórn tveggja flokka. Er því viðhorfið að nokkru breytt. Ég hefi nú átt tal um þetta efni við hæstv. meðstjórnendur mína í ráðuneytinu, og þar sem þeir hafa ekki óskað þess, að n. starfaði áfram milli þinga, hefi ég ekki flutt till. um það.