03.03.1932
Neðri deild: 19. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1429 í B-deild Alþingistíðinda. (1234)

55. mál, ríkisskattanefnd

Pétur Ottesen:

Ég held, að ýmislegt í þessu frv. um skipun ríkisskattanefndar geti orkað tvímælis. Ég hafði satt að segja ekki búizt við því, að á þessu þingi yrðu borin fram jafnmörg frv. eins og raun er á orðin, sem fara fram á stofnun nýrra embætta eða sýslana. En þau eru, að ég ætla, orðin æðimörg. T. d. má benda á frv. um erfðaleigulönd. Þar er gert ráð fyrir, að stofnað sé eitt embætti. hér er einnig fram komið frv. um lax- og silungsveiði. Þar á einnig að stofna eitt embætti og skipa eina n., og auk þess marga eftirlitsmenn. Af þessu leiðir vitanlega mikinn kostnað bæði fyrir ríkissjóð og aðra þá aðila, sem eiga að bera uppi kostnaðarhlið málsins. Gert er ráð fyrir að setja á stofn eftirlit með rafveitum, og afleiðingin af því er eitt embætti. Og svo er þetta frv. um ríkisskattan., þar sem gert er ráð fyrir stofnun þriggja nýrra embætta, og hinsvegar gert ráð fyrir því, að n. þessi þurfi að fá töluvert meiri starfskrafta en frá nm. sjálfum. Það er sem sé gert ráð fyrir því, að þessir nm., eða þeir menn, sem n. þóknast að velja til þess, ferðist um landið hvert og endilangt og athugi og skoði gerðir undirskattanefnda og yfirskattanefnda, og auk þess hafa þeir heimild til þess að krefja hvern einstakan skattþegn sagna um hag sinn allan, eftir því sem þeim býður við að horfa. Með þessu er því áreiðanlega stofnað til mikils kostnaðar frá því, sem nú er. En þetta á sýnilega að vinna aftur á þann hátt að ná inn meiri skatti samkv. 1. um tekju- og eignarskatt heldur en nú flýtur inn í ríkissjóðinn, með þeirri framkvæmd og tilhögun, sem nú er um þessa hluti.

Það er löngum mælt, að Reykjavíkurbúar greiði meginhluta þessara skatta, en lítill hluti komi frá öðrum landshlutum, þó einkum sveitunum. Og mér virðist, að þeir menn, sem viðhafa slíkar orðræður, reki orsakirnar til þess, hve ábótavant sé um framtöl manna úti um byggðir landsins. En nánari athugun mun leiða það í ljós, að orsakirnar að því er sveitirnar snertir liggja í hinu, hve búskapurinn hefir reynzt hin síðari ár arðlítill og erfiður. Það er fullvíst, að með þessari skattalöggjöf verður ekki unnt að fá meira úr sveitunum en nú kemur þaðan.

Í þessu frv. eru sett ákvæði um það, að u. m. k. tveir af þeim mönnum, sem skipaðir verða í þessa skattan., hafi þekkingu á landbúnaði og sjávarútvegi. Í þessu á víst að felast aukin trygging fyrir því, að þessir menn sett starfinu vaxnir. Mér virðist það torskilið, að maður, sem fengizt hefir við sjávarútveg eða búskap áður en hann fluttist til Reykjavíkur, hefði við það eitt að vera búsettur hér í bænum aflað sér meiri þekkingar á þessum málum en menn þeir úti um land, sem nú eiga að fjalla um þessi mál og taka sjálfir hátt í atvinnurekstrinum. Ég held því um þá menn, sem þannig á að fara að setja til höfuðs skattþegnum og skattan. úti um land, að það þurfi ekki að gera ráð fyrir því, að þeir hafi neitt meira vit á þessari grein atvinnurekstrarins en þeir menn, sem nú hafa þessi mál með höndun bæði til sjávar og sveita.

Í núgildandi skattalögum er skattan. fengið mjög mikið vald í hendur til þess að rannsaka efnahag manna og skyggnast inn í hvern krók, þar sem hugsanlegt er, að menn varðveiti eitthvað af þeirri uppskeru, sem þeim hefir auðnazt að afla sér í sveita síns andlitis. Vel má vera, að þetta sé nauðsynlegt til þess að fá eðlilegan grundvöll undir réttlátt skattaframtal. Ég vil ekki mæla slíku í gegn, þótt þetta sé alltaf töluvert viðkvæmt mál, og varhugavert í sumum tilfellum fyrir ríkissjóð að ganga mjög ríkt eftir slíkum hlutum. Þennan rétt á nú að yfirfæra til þessarar fyrirhuguðu yfirskattan., og ekki einungis til hennar, heldur einnig til þeirra manna, sem henni þóknast að láta hafa slíka rannsókn með höndum. En það, sem ég vildi vekja athygli hv. fjhn. á, er, að jafnframt því sem yfirskattan. á að fá þennan rétt á hún að taka á sig þagnarskyldu, en ég sé þess hvergi merki, að slík þagnarskylda sé lögð á herðar þeirra manna, sem n. getur látið hefja slíkar rannsóknir. Ég hefi verið að athuga þetta í frv., en get ekki séð, að menn þessir séu bundnir neinu þagnarheiti hvað þetta snertir. Samkv. 8. gr. frv. nær þagnarskyldan einungis til nm., en ekki þessara manna. Þetta nær vitanlega ekki nokkurri att, og ef það er rétt, sem mér hefir skilizt, þá þarf að breyta því þannig, að þeir séu líka bundnir þagnarheiti, sent sé trygging fyrir því, að þeir misnoti ekki þá aðstöðu um kunnugleika á efnahag manna, sem þeir öðlast við þetta starf.

Ég held, að eins og nú standa sakir, og raunar þótt betur blési, gæti það orkað tvímælis, hvort rétt er eða í nokkurn mata raunhæft að hleypa af stokkunum slíku nefndarbákni sem gert er ráð fyrir, að þetta verði, þar sem ætlazt er til, að gerður verði út leiðangur manna um sveitir og hreppa landsins í þeim tilgangi að athuga gerðir undir- og yfirskattan., og jafnframt skattþegnanna sjálfra. Ég er sannfærður um, að sá mikli munur d því, hverjar tekjur fast í ríkissjóðinn með þessum skatti t. d. hér í Reykjavík og e. t. v. öðrum kaupstöðum landsins annarsvegar og sveitunum hinsvegar, hann liggur í því, hvað sá atvinnurekstur, sem menn stunda í sveitum, gefur tiltölulega litlar tekjur. Þótt menn hafi allmikið umleikis í sveitunum, þá fer það að mestu leyti í kostnað og útgjöld, en afgangurinn verður minni en skyldi.