10.03.1932
Neðri deild: 25. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1450 í B-deild Alþingistíðinda. (1259)

55. mál, ríkisskattanefnd

Jón Auðunn Jónsson:

Brtt. mín á þskj. 139 byggist á því, að eins og stendur eru tekjur ríkissjóðs nálega engar af tekjuskatti nema af þeim mönnum, sem föst laun hafa. Þess vegna virðist ekki ástæða til að láta þessi lög koma til framkvæmda, meðan árferðið er slíkt sem nú, heldur fresta framkvæmd þeirra þar til batnar í ári. Að öðru leyti er ég því fremur hlynntur, að slík löggjöf sé sett, því að ég hygg, að hún sé undir venjulegum kringumstæðum til bóta, en í slíku árferði er varla gerlegt að leggja út í kostnað í þessu skyni, sem óhjákvæmilega hlyti að leiða af framkvæmd þessara laga.