09.05.1932
Neðri deild: 70. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1606 í B-deild Alþingistíðinda. (1642)

156. mál, barnavernd

Magnús Jónsson [óyfirl.]:

Ég vildi vikja aðeins örfáum orðum að b-lið 5. brtt. Mér láðist að minnast á það áðan, hvort hv. menntmn. sæi sér ekki fært að athuga það tilfelli, ef eitthvert barnahæli væri kostað eingöngu af einhverju bæjarfélagi, hvort þá væri ekki rétt, að barnaverndarnefnd þess bæjarfélags hefði umsjón með slíku heimili, jafnvel þótt það væri utan umdæmis n. Mig minnir, að á fundi, sem haldinn var um þessi mál nú fyrir nokkru og ég var á, væri vakin athygli á þessu atriði.

Það er ekki nema aukaatriði þetta með kosningu kvenna í þessar nefndir, en við nánari athugun sé ég, að það er ekki hægt að samríma þetta tvennt, því að það er ekki hægt að skylda neinn flokk til að hafa konur á sínum lista. En eins og hv. frsm. tók fram, þá yrði það ekki lögbrot, þó að konur væru ekki í nefndunum. Þetta ákvæði verður þá bara sem áminning til þeirra, sem setja fram listana, að hafa konur í kjöri, svo að þær geti starfað í barnaverndarnefndunum, sem ég er sammala, að sé alveg rétt.