29.04.1932
Neðri deild: 63. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1670 í B-deild Alþingistíðinda. (1715)

217. mál, flugmálasjóður Íslands

Jónas Þorbergsson:

Ég vildi styðja tilmæli hv. frsm. meiri hl. um það, að málið verði tekið af dagskrá. Mér skildist á ummælum hans, að hann hefði von um, að sá ágreiningur, sem er í þessu máli, myndi e. t. v. geta jafnazt þannig, að allir gætu sætt sig við þá afgreiðslu, sem endanleg yrði í hv. d., en hann gerir ráð fyrir, að verði það ekki gert, muni verða miklar umr. Og þar sem ég veit, að það er vilji hæstv. forseta og allra hv. dm., að störfin gangi greinilega, þá finnst mér skynsamlegast að verða við þessum tilmælum.