03.06.1932
Neðri deild: 92. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 552 í B-deild Alþingistíðinda. (180)

1. mál, fjárlög 1933

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Tilkynningin um breytingu á ráðuneytinu er ekki komin frá konungi enn, en mun koma á morgun. En þar sem ég verð einn af heim, sem sæti eiga í nýju stj., er skylt, að ég tali úr stjórnarsessi í þessu millibilsástandi.

Ég hefi áður talað um tekjuaukaþörf ríkissjóðs og þau tekjuöflunarfrv., sem legið hafa fyrir þessu þingi og voru miðuð við ástandið eins og það var í þingbyrjun, en því miður verð ég að segja, að ástæður og útlit allt hefir versnað síðan, svo að þótt þau frv. verði samþ., sem í upphafi þóttu nægileg, þá er ekki lengur hægt að vona, að fé verði afgangs, heldur er fyrirsjáanlegur stór tekjuhalli á þessu ari og ekki óttalaust um næsta ár, og er eina vonin, að unnt verði að greiða þann tekjuhalla, sem verður á þessu ári, að nokkru á næsta ári, ef þá kynni eitthvað úr að rætast.

Um atvinnubótamálin óska ég ekki að tala að þessu sinni, hratt fyrir þá till., sem hér hefir verið borin fram. Ég óska þess, að fjárlagafrv. verði eftir till. hv. fjvn. samþ. óbreytt, og ef á að samþ. einhverja heimild um verklegar framkvæmdir eða atvinnubætur, þá má eins afgr. þá heimild í þingsályktunarformi.